Lottóleikir » 2,8 milljarða vinningur í Víkingalottóinu

Til baka í lista2,8 milljarða vinningur í Víkingalottóinu
Vikinglotto-fréttir

Það var ljónheppinn frændi okkar í Noregi sem var með allar aðaltölur réttar á miðanum sínum og ekki nóg með það því að Ofurtalan lét líka sjá sig.  Þessi heppni miðaeigandi fær því rúmlega 2,8 milljarða í vinning.  Einn var með hinn al-íslenska bónusvinning og hlýtur hann rúmlega 2,9 milljónir, miðinn góði er í áskrift. 

 

Þrír voru með fjórar réttar tölur í Jóker og hljóta 100 þúsund kall í vinning, einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur í 10-11 við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og einn í Nætursölunni á Akureyri.