Lottóleikir » Víkingalottó - 4 faldur næst!!

Til baka í listaVíkingalottó - 4 faldur næst!!
Vikinglotto-fréttir

Enginn var með allar sex aðaltölurnar auk víkingatölunnar réttar að þessi sinni og verður 1. vinningur því fjórfaldur í næstu viku. Miðaeigandi í Noregi var einn með 2. vinning og fær í sinn hlut rétt rúmar 30 milljónir. Einn var með hinn alíslenska 3.vinning, og hlýtur hann rúmar 4,7 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, Hofsósi.

Sjö voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir  í 10-11, Firði, Hafnarfirði, Hagkaupum Furuvöllum, Akureyri, N1, Ártúnshöfða, Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavík og þrír voru í áskrift.