Lottóleikir » 155 þúsund urðu að 9,1 milljón

Til baka í lista155 þúsund urðu að 9,1 milljón
Vikinglotto-fréttir

Heppinn miðahafi var einn með fimmfaldan al-íslenskan 3. vinning í Vikinglotto síðasta miðvikudag. Maðurinn hélt í fyrstu að hann væri með 5 tölur réttar og vinning upp á rúmlega 155 þúsund krónur. Honum brá því nokkuð í brún eftir að hafa látið renna vinningsmiðanum í gegnum sölukassa og í ljós komu 5 réttar aðaltölur ásamt Víkingatölu og vinningur að upphæð rúmlega 9,1 milljón króna.

Lukkustaður
Vinningsmiðinn var keyptur í Olís við Ánanaust í Reykjavík og er þetta í annað sinn á tæplega þremur vikum sem stór vinningur kemur upp á miða seldum þar. Síðast var það vinningur uppá 19,3 milljónir króna í Lottó.

Starfsfólk Getspár óskar vinningshafanum innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning.