Lottóleikir » Dreymdi vinningstölurnar

Til baka í listaDreymdi vinningstölurnar
Vikinglotto-fréttir

Það streyma til okkar vinningshafar með stóra vinninga þessa dagana og að þessu sinni voru það lukkuleg hjón af Norðurlandinu sem komu á skrifstofu Íslenskrar getspár.  Meðferðis var vinningsmiði í Vikinglotto frá 28. nóvember s.l., en þau voru ein með hinn al-íslenska 3. vinning og fá þar með óskiptan vinninginn sem nam rúmlega 3 milljónum króna. Frúna dreymdi tölurnar, dreif sig á næsta sölustað og keypti 2 raðir í Vikinglotto fyrir aðeins 200 krónur.

Hún sér ekki eftir því þar sem önnur röðin var með 5 réttar aðaltölur auk Vikingtölunnar. Þetta kemur sér aldeilis vel því þau eru einmitt farin að huga að því að endurnýja fjölskyldubílinn og svo er voðalega notalegt að eiga von á rúmlega 3 milljónum inn á reikninginn sinn, svona rétt fyrir jólin.

Starfsfólk Íslenskrar getspár óskar hjónunum innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning.