Lottóleikir » Víkingalottó - úrslit 13. mars

Til baka í listaVíkingalottó - úrslit 13. mars
Vikinglotto-fréttir

Það var 1 Norðmaður sem hafði heppnina með sér í útdrætti vikunnar og hlýtur hann rúma 3 milljarða króna. Og einn Norðmaður hreppti annan vinning og hlýtur hann 36,6 milljónir króna í vinning. Einn var með hinn al-íslenska 3. vinning, sá verslaði sér miða hjá N1, Hafnarstræti 21, Ísafirði og hlýtur hann 4.042.370 krónur í vinning.

Fjórir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Olís, Háleitisbraut 12, Reykjavík, N1, Fossvogi, Reykjavík, Lotto.is og einn í áskrift.

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.795