Lottóleikir » Víkingalottó - úrslit 21. ágúst

Til baka í listaVíkingalottó - úrslit 21. ágúst
Vikinglotto-fréttir

Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en einn Norðmaður var með 2. vinning og hlýtur hann rúmlega 30 milljónir króna. Hinn al-íslenski 3. vinningur kom á fjórar raðir og er einn eigandi að þeim öllum.  Sá hafði keypt sér 9 talna kerfisseðil og var svo heppinn að vera með fimm réttar aðaltölur auk bónustölunnar fær hann því  3. vinningsflokkinn 4faldan, 5. vinningsflokkinn 30faldan og 6. vinningsflokkinn 40faldan.  Hann fær því vinning upp á 5.122.800.

Miðinn var keyptur í Bjarnabúð, Biskupstungum. Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavík.

Heildarfjöldi vinning á Íslandi var 5.791