Lottóleikir » Vikinglotto - enginn með 1. vinning

Til baka í listaVikinglotto - enginn með 1. vinning
Vikinglotto-fréttir

Enn eina vikuna gekk 1. vinningur ekki út og verður þar af leiðandi 12faldur á jóladag og stefnir í að hann verði um þrír milljarðar.  Einn var með 2. vinning og fær hann rúmlega 71 milljón, miðinn var  keyptur í Noregi.  Fjórir skiptu mér sér hinum al-íslenska 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega eina milljón króna, einn miðinn var keyptur í Appinu, tveir á lotto.is og einn er í áskrift.  

Af Jóker er það að segja að fimm miðaeigendur voru með fjórar tölur réttar og í réttri röð og fá að launum 100 þúsund kall.  Einn miðinn var keyptur í Skúrnum í Stykkishólmi, tveir á lotto.is og tveir eru í áskrift.