Lottóleikir » Vikinglotto - 2. vinningur til Noregs og Svíþjóðar

Til baka í listaVikinglotto - 2. vinningur til Noregs og Svíþjóðar
Vikinglotto-fréttir

Fimm miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fær hver um sig rúmlega 7,6 milljónir, tveir miðanna voru keyptir í Svíþjóð og þrír í Noregi.  Tveir skiptu mér sér 3. vinningi og hljóta þeir rúmlega 840 þúsund hvor um sig.  Annar miðinn var keyptur í söluturninum Skeifunni í Grindavík en hinn í Lottó appinu.  Fyrsti vinningur gekk ekki út í þessum útdrætti og stefnir í 3,5 milljarða í næstu viku.

 

 

Sjö spilarar nældu sér í 2. vinning í Jóker en hann hljóðar upp á 100 þúsund krónur.  Tveir þeirra eru með miðana sína í áskrift en aðrir keyptu sér miða á eftirtöldum stöðum; Olís við Suðurgötu á Akranesi, Vídeómarkaðnum við Hamraborg í Kópavogi, tveir miðar voru keyptir í Vitanum á Laugavegi 62, Reykjavík og einn verslaði á Lottó Appinu.