Lottóleikir » Vikinglotto - 2. vinningur til Noregs
Til baka í listaVikinglotto - 2. vinningur til Noregs
Vikinglotto-fréttir
Fyrsti vinningur gekk ekki út þessa vikuna en heppinn norðmaður var aleinn með 2. vinning og fær hann að launum rúmlega 115 milljónir króna. Hinn al-íslenski 3. vinningur skiptist á fjórar vinningsraðir og er hver að upphæð kr. 851 þúsund krónur, þar af var einn miðinn keyptur á lotto.is en hinar komu allar á sama miðann sem er 8 talna kerfisseðill. Fær eigandi hans því dágóða summu; vinningsupphæð 3. vinnings þrefalda auk annarra smávinninga og nemur upphæðin samtals rúmlega 2,5 milljónum króna. Þessi góði miði er í áskrift.
Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund í vinning, þrír miðanna voru keyptir í Lukku Láka í Mosfellsbæ og einn er í áskrift.