Lottóleikir » Vikinglotto - Einn með 2 milljónir í Jóker

Til baka í listaVikinglotto - Einn með 2 milljónir í Jóker
Vikinglotto-fréttir

Fyrsti vinningur gekk ekki út þessa vikuna en Norðmaður og Dani skiptu með sér 2. vinningi og fá að launum tæpar 18 milljónir króna hvor. Einn var með allar fimm tölurnar réttar í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur hjá AK-INN, Hörgárbraut, Akureyri.

Þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur hér á heimasíðunni lotto.is og einn í Lotto-appinu.

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 5.956