Lottóleikir » Úrslit í Vikinglottó 23. desember - Norðmaður með 1.vinning

Til baka í listaÚrslit í Vikinglottó 23. desember - Norðmaður með 1.vinning
Vikinglotto-fréttir

Stálheppinn miðaeigandi í Noregi datt svo sannarlega í lukkupottinn, en hann var einn með 1. vinning og fær í sinn hlut rúma 4,5 milljarða króna í vinning. Hvorki 2. né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni.

Gaman er að segja frá því að tveir heppnir áskrifendur voru með 4. vinning og hljóta þeir rúmar 256 þúsund krónur hvor.

 

Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Hagkaup Furuvöllum á Akureyri, Prinsinum Hraunbæ í Reykjavík, N1 á Ægissíðu í Reykjavík, einn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is og einn miði var í áskrift.