Lottóleikir » AUKNAR LÍKUR Á AÐ VINNA ÞANN STÓRA

Til baka í listaAUKNAR LÍKUR Á AÐ VINNA ÞANN STÓRA
Vikinglotto-fréttir

2. vinningur í sögulegu hámarki við næsta útdrátt

Á miðvikudaginn verður fyrsti útdráttur samkvæmt breyttu fyrirkomulagi í Vikinglotto. Víkingatölunum sem áður voru átta (1-8) hefur nú verið fækkað í fimm (1-5). Með breytingunni aukast líkurnar á því að 1. vinningur gangi oftar út en til að vinna þann stóra þarf sex réttar aðaltölur og eina rétta Víkingatölu.

Þá hefur verið sett þak á 1. vinning og verður hann nú að hámarki 25 milljónir evra. Þar sem sá stóri er kominn upp í þakið munu allar umfram milljónirnar færast niður í 2. vinning og verður hann því í sögulegu hámarki núna á miðvikudaginn þar sem hann stefnir í 1.250 milljónir króna.

Loks hefur verð hverrar raðar verið leiðrétt með tilliti til gengisþróunar og kostar hér eftir 110 kr.

Nú er bara að vona að Íslendingar skjóti hinum Norðurlandaþjóðunum, Eystrasaltslöndunum, Belgíu og Slóveníu ref fyrir rass svo fyrsti vinningur, sá stóri, skili sér hingað sem fyrst aftur en það hefur gerst 28 sinnum í sögu leiksins.