Lottóleikir » Úrslit í Vikinglottó 20. júlí

Til baka í listaÚrslit í Vikinglottó 20. júlí
Vikinglotto-fréttir

Heppnin var aldeilis með einum Norðmanni í kvöld sem var aleinn með 1. vinninginn og fær rúmlega 1700 milljónir í vasann. Svo var það Svíi sem nældi sér í 2. vinninginn og fær rúmlega 58 milljónir til að njóta, en al-íslenski 3. vinningurinn gekk ekki út að þessu sinni.

Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum í kvöld en fimm miðahafar voru með 2. vinninginn og fá 100 þúsund kall á mann. Einn miðanna var keyptur í Orkunni á Dalvegi, tveir í Appinu og tveir eru í áskrift.