Lottóleikir » Vikinglotto - úrslit 17. ágúst

Til baka í listaVikinglotto - úrslit 17. ágúst
Vikinglotto-fréttir

Enginn var með 1. vinning að þessu sinni en heppinn Finni var einn með 2. vinning og fær hann rúmlega 71 milljón króna. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út í kvöld, en fjórir miðaeigendur skiptu honum á milli sín og fá rúmlega 890 þúsund króna hver. Tveir miðanna eru í áskrift og tveir voru keyptir á lotto.is.
Fimm miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Einn miði var keyptur í appinu, þrír eru í áskrift og einn var keyptur  hjá Prins Póló, Þönglabakka 6 í Reykjavík.

Fjöldi vinninga á Íslandi var 5.938