Lottóleikir » Vikinglotto - 1. vinningur til Slóveníu

Til baka í listaVikinglotto - 1. vinningur til Slóveníu
Vikinglotto-fréttir

Stálheppinn miðaeigandi í Slóveníu var einn með allar tölur réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega einn og hálfan milljarð í vinning.  Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 18 milljónir króna, miðarnir voru báðir keyptir í Noregi.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út og var það kaupandi á lotto.is sem hreppti hann en upphæðin nam rúmlega 1,9 milljón króna.

Enginn var með allar tölur réttar í Jóker en fjórir voru með fjórar réttar, í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver.  Tveir miðanna eru í áskrift, einn var keyptur í appinu og einn í Kjörbúðinni á Ólafsfirði.