Lottóleikir » Vikinglotto - fjórir með 2. vinning í Noregi

Til baka í listaVikinglotto - fjórir með 2. vinning í Noregi
Vikinglotto-fréttir

Fjórir norðmenn skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 5,1 milljón en hvorki 1. né 3. vinningur gengu út í þessum fyrsta útdrætti ársins 2023.  Fjórir voru með 4. vinning hérlendis og fá þeir rúmlega 105 þúsund í vinning, þrír miðanna eru í áskrift en einn var keyptur í Reykjavík food í Suðurfelli.

Jókerinn skilaði 408 vinningum í útdrættinum,  þar af voru þrír sem fengu 2. vinning upp á 100 þúsund kall.  Einn miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, einn er í áskrift og einn notaði Appið til að kaupa sér miða.