Lottóleikir » Vikinglotto - 1. vinningur til Finnlands

Til baka í listaVikinglotto - 1. vinningur til Finnlands
Vikinglotto-fréttir

Það var einn stálheppinn miðaeigandi frá Finnlandi sem var með 1. vinning í Vikinglotto kvöldsins og fær hann tæpa 2.5 milljarða króna í vinning. Enginn var með 2. vinning en tveir miðahafar deila með sér hinum al-íslenska 3. vinning og fá þeir rúmar 800 þúsund krónur í vinning hvor. Miðarnir voru keyptir á N1 á Höfn í Hornafirði og á lotto.is.

Enginn var með 1. vinning í Jókernum í kvöld en þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá því 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á Olís í Borgarnesi og tveir eru í áskrift.