Lottóleikir » Vikinglotto - 1. vinningur til Noregs

Til baka í listaVikinglotto - 1. vinningur til Noregs
Vikinglotto-fréttir

Stálheppinn Norðmaður var aleinn með 1. vinning vikunnar og er hann því rúmlega 830 milljónum króna ríkari í dag en í gær.  Hvorki 2. né alíslenski 3. vinningurinn gengu út en tveir voru með 4. vinning og fær hvor þeirra rúmlega 190 þúsund í vasann.   Annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í Appinu.   Einn smellhitti á allar Jókertölurnar, réttar og í réttri röð og fær hann 2 milljónir.  Miðinn er í áskrift.  Þá voru tveir með 2. vinning sem gefur 100 þúsund, miðarnir voru keyptir í Videómarkaðnum, Hamraborg í Kópavogi og Söluskála ÓK í Ólafsvík.

Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi í þessum útdrætti var 5.116.