Lottóleikir » Vikinglotto - fyrsti og annar vinningur til Noregs
Til baka í listaVikinglotto - fyrsti og annar vinningur til Noregs
Vikinglotto-fréttir
Heppinn Norðmaður var einn með 1. vinning þessa vikuna og fær hann rúmlega 457 milljónir króna í sinn hlut. Það var einnig Norðmaður sem fékk 2. vinning og fær hann rúmar 94 milljónir króna. Tveir áskrifendur voru með hinn al-íslenska 3. vinning. Annar miðinn er kerfismiði og fær eigandi hans rúmlega 3,4 milljónir en hinn vinningshafinn fær 1.140.330 krónur.
Enginn var með 1. vinning í Jóker, en þrír miðahafar voru með 2.vinning og fá þeir 100.000 krónur í sinn hlut. Einn miðinn er í áskrift en hinir voru keyptir í N1 v/Háholt í Mosfellsbæ og á heimsíðu okkar lotto.is