Lottóleikir » Bensínstöðvarnar dældu út milljónum!

Til baka í listaBensínstöðvarnar dældu út milljónum!
Vikinglotto-fréttir

Tveir stórir vinningar skiluðu sér til landsins í Víkinglotto útdrættinum 23. ágúst síðastliðinn og voru báðir vinningsmiðanir keyptir á bensínstöð og hafa báðir miðaeigendurnir gefið sig fram við Íslenska getspá. 

Annar miðaeigandinn fór í bíltúr til að fylla á tankinn og kaupa Vikinglottomiða í leiðinni en var ekki alveg ákveðinn með hvaða stöð yrði fyrir valinu. Nokkrar komu til greina en á endanum leist honum best á Olís í Mjóddinni og skilaði miði úr sjálfvali þar þreföldum 2. vinningi: Rúmlega 50 milljónum króna.

Hinn stóri vinningshafinn mætti á N1 Akranesi, með lágan vinningsmiða úr öðrum úrdrætti og notaði hann til að kaupa tvo nýja miða með sjálfvali. Og viti menn, það kom fjórfaldur al-íslenski 3. vinningur upp á rúmar 6 milljónir króna, á þann seinni! Þær milljónir koma sér sérstaklega vel enda búið að ákveða að fagna stórafmæli á næstunni með því að bjóða nánustu fjölskyldu til útlanda.

Íslensk getspá óskar vinningshöfunum innilega til hamingju og þakkar þeim og öllum öðrum lottóspilurum fyrir stuðninginn við eignaraðila Getspár sem eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Ungmennafélag Íslands, sá stuðningur skiptir miklu máli.