Lottóleikir » Fréttir

 • Vikinglotto - úrslit 6. júní
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn áskrifandi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann 1.670.870 kr. í sinn hlut.
  Sex voru með 4 réttar jókertölur – í réttri röð og fær hver þeirra 100.000 kr. í vinning. Miðarnir voru keyptir í N1, Stórahjalla 2 í Kópavogi, 10/11, Birkimel 1 í Reykjavík, einn var keyptur hér á  lotto.is og þrír eru í áskrift.

 • Vikinglotto - tveir með 3. vinning
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í þessari viku en einn var með tvöfaldan 2. vinning og fær hann tæplega 30 milljónir í vinning, miðinn var keyptur í Noregi.  Tveir skiptu með sér hinum al-íslenska 3. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 2,3 milljónir króna, annar miðinn var keyptur á heimasíðunni okkar, lotto.is en hinn miðinn er í áskrift.  

 • Vikinglotto - úrslit 23. maí
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en Norðmaður og Dani skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor rúmlega 14 milljónir króna í sinn hlut.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk ekki heldur út og flyst vinningsuppæðin, rúmlega 3,1 milljón, yfir á sama vinningsflokk í næstu viku.

 • Vikinglotto - 2ja milljóna Jókervinningur á áskriftarmiða
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með allar réttar tölur auk Víkingatölu að þessu sinni en tveir skiptu með sér 2. vinningi sem var rúmlega 29 milljónir og fær hvor um sig því rúmlega 14,5 milljónir í sinn hlut.  Annar miðinn var keyptur í Eistlandi en hinn í Noregi.  Einn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning, miðinn er í áskrift. 

 • Vikinglotto - áskrifandi með 3. vinning og vann 3 milljónir !
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með sex réttar tölur auk Víkingatölu og flyst því upphæð vikunnar sem nam rúmlega 914 milljónum króna yfir á 1. vinning í næstu viku.  Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rétt tæplega 28,4 milljónir króna, annar miðinn var keyptur í Danmörku en hinn í Noregi.  Einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og hlýtur hann tæplega 3 milljónir, miðinn er í áskrift.  

 • Víkingalottó - úrslit 2. maí
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki fyrsti, annar né þriðji vinningur gengu út að þessu sinni og flytjast því áfram til næstu viku.  Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Skalla, Hraunbæ, Reykjavík, Olís, Ánanaustum, Reykjavík, áskrift og lotto.is

 • Vikinglotto - úrslit 25.apríl
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar auk Víkingatölu og flyst því upphæð 1. vinnings til næstu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi skiptu á milli sín 2. vinningi og fær hver þeirra  rúmlega 9,6 milljónir króna í sinn hlut. Einn var með hinn alíslenska 3. vinning og hlýtur hann 1,4 milljón króna. Miðinn var keyptur í N1, Borgartúni 39, Reykjavík. Fjórir voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fá 100.000 kr. hver, en miðarnir voru keyptir í Lukku Láka í Mosfellsbæ, Lyfju, Smáratorgi 1 í Kópavogi og tveir eru í áskrift.

 • Vikinglotto - 3. vinningur í Fjarðarkaupum
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar auk Víkingatölu og flyst því upphæð 1. vinnings til næstu viku.  Einn var með 2. vinning og var sá miði keyptur í Finnlandi, eigandi hans fær rúmlega 28,6 milljónir í vinning.   Einn var með hinn alíslenska 3. vinning og hlýtur hann 1,4 milljón króna, miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. 

 • Víkingalottó - úrslit 11. apríl
  Vikinglotto-fréttir

  Einn var með allar sex aðaltölurnar auk víkingatölunnar réttar að þessi sinni og fær hann rúmlega 4 milljarða króna í vinning, en miðinn var keyptur í Noregi. Tveir skiptu með sér öðrum vinningi og fær hvor þeirra rúmar 18,4 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Noregi.

  Einn var með hinn alíslenska 3. vinning og fær 1.979.380 krónur að launum. Miðinn var keyptur í Holtanesti, Melabraut 11, Hafnarfirði.

 • Vikinglotto - úrslit 4. apríl
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með allar tölur auk Vikingatölu og flyst því 1. vinningur sem nam rúmlega 3,7 milljörðum króna yfir til næstu viku.  Þrír skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver um sig rétt tæplega 23 milljónir, tveir miðanna voru keyptir í Danmörku og einn í Noregi.  Tveir skiptu svo með sér hinum al-íslenska 3. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 2,8 milljónir í vinning, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Olís í Mosfellsbæ.