Lottóleikir » Fréttir
-
Vikinglotto - Einn með 2 milljónir í Jóker
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann rúmar 6 milljónir kr. í vinning. Miðinn var keyptur í Appinu
-
Vikinglotto - úrslit 12. janúar
Vikinglotto-fréttir
Enginn var með 1. vinning að þessu sinni, en einn fékk 2. vinning og hlýtur hann rúmlega 42 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Danmörku.
Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Einn miðinn var keyptur hér á heimasíðunni, lotto.is, en hinir fjórir eru allir í áskrift.Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.500
-
Vikinglotto - 2faldur næst !
Vikinglotto-fréttir
Hvorki, 1., 2. né 3. vinningur gengu út í fyrsta útdrætti nýs árs en tveir miðahafar skiptu mér með 4. vinningi og fær hvor þeirra rúmlega 250 þúsund krónur. Annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í N1 við Stórahjalla í Kópavogi.
Af Jóker er það að segja að enginn var með 1. vinning en fimm miðaeigendur voru með 2. vinning sem færir þeim 100 þúsund kall inn á bankareikninginn. Tveir miðanna eru í áskrift, einn keyptur í Hamraborg á Ísafirði, einn í Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík og einn var keyptur á lotto.is
-
Vikinglotto - úrslit 29. desember
Vikinglotto-fréttir
Enginn náði að landa 1. vinningi þessa vikuna og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Norðmaður var einn með 2. vinning og fær hann rúmlega 21 milljón í sinn hlut. Þrír skiptu með sér hinum al-íslenska 3. vinningi og hlýtur hver þeirra 644.750 kr.
Af Jóker er það að segja að einn áskrifandi var með allar tölurnar réttar og í réttri röð og fær hann 2 milljónir í vinning. Að auki var einn með 2. vinning og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning, en miðinn var keyptur á lotto.is
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.746
-
Hringdi fyrst í mömmu, svo í kærustuna!
Vikinglotto-fréttir
Það var lítil fjölskylda sem vann stóra vinninginn í Vikinglotto í gærkvöldi. Fjölskyldufaðirinn, sem er um þrítugt, hafði gerst áskrifandi eftir að stóri vinningurinn kom til landsins síðastliðið sumar og það var ekki lengi að bera árangur, því hann er nú rétt tæpum 439 milljónum krónum ríkari.
Vinningshafinn segist strax hafa fengið ákveðinn fiðring þegar fréttir byrjuðu að birtast í gærkvöldi um að áskrifandi á Íslandi hefði tekið þann stóra en hann ákvað að bíða með að athuga tölurnar enda á leiðinni á jólatónleika.
„Mig langaði líka að upplifa þetta símtal sem ég hef svo oft heyrt um“ sagði hann aðspurður og, mikið rétt, símtalið frá Íslenskri getspá kom á endanum! Og það hefði varla getað komið á betri tíma, segir vinningshafinn, enda eru hann og kærastan í íbúðaleit fyrir sig og litla barnið sitt.
Það var þó ekki kærastan sem fékk fréttirnar fyrst. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í mömmu“! -
Vikinglotto - 1. vinningur til Íslands - 439 milljónir
Vikinglotto-fréttir
Það verða sannarlega gleðileg jólin hjá ljónheppnum Íslendingi sem var einn með 1. vinning þegar dregið var í Vikinglotto í kvöld. Þessi lukkunnar pamfíll er með tölurnar sínar í áskrift og má því eiga von á símtali á morgun þar sem honum verður tilkynnt um vinning upp á nákvæmlega 438.930.000. Er þetta næst hæsti vinningur sem komið hefur á einn miða hérlendis.
2. vinningur gekk einnig út og fór hann til Noregs, hljóðaði hann upp á rúmlega 21,6 milljónir. Hinn al-íslenski 3. vinningur fór svo til miðaeiganda sem verslaði í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, upphæð hans er rúmlega 4,1 milljón.
Af Jóker er það að segja að enginn var með 1. vinning en tveir voru með 2. og fá þeir 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Versluninni Borg í Grímsnesi en hinn í Appinu.
-
Vikinglotto - fyrsti og annar vinningur til Noregs
Vikinglotto-fréttir
Norðmenn höfðu heldur betur heppnina með sér í Vikinglotto þessa vikuna, en 2 þeirra skiptu 1. vinningi á milli sín og fær hvor rúmlega 1,5 milljarð króna. Aðrir tveir skiptu svo með sér 2. vinningi og fær hvor þeirra rúmlega 12 milljónir króna í sinn hlut.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír áskrifendur kræktu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur að launum.Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 7.468
-
Vikinglotto - 2. vinningur til Íslands
Vikinglotto-fréttir
Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en tveir voru með 2. vinning og hlýtur hvor þeirra 11.434.350 krónur í vinning. Miðarnir voru seldir á Íslandi og Í Noregi. Hinn heppni spilari á Íslandi keypti miðann sinn á LOTTO.IS
-
Vikinglotto - úrslit 1. desember
Vikinglotto-fréttir
Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en einn Norðmaður var með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 156 milljónir króna í vinning. Einn var með hinn al-íslenska 3. vinning, var hann með kerfismiða vann hann samtals rúmar 2,3 milljónir króna, miðinn var keyptur á Lotto.is
-
Vikinglotto - 3. vinningur í Appinu
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann 1.950.000 kr. í vinning. Miðinn var keyptur í Appinu.
Tveir voru með 4. vinning og hlýtur hvor þeirra rúmlega 240 þúsund, báðir miðarnir eru í áskrift.