Lottóleikir » Fréttir

  • Vikinglotto - allir vinningar gengu út
    Vikinglotto-fréttir

    Allir vinningar gengu út þessa vikuna og það var þessi heppni norðmaður sem nældi sér í 1. vinninginn og fær hann dágóða summu eða rúmlega 666 milljónir í vinning.  Tveir skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor þeirra rétt tæplega 21,5 milljón, annar miðinn var keyptur í Svíþjóð en hinn í Noregi.  Þá var einn með íslenska 3. vinninginn, sá er með miðann sinn í áskrift og fær hann 1,8 milljón í vinning.

    Enginn var með 1. vinning í Jóker en tveir náðu 2. vinningi og fá þeir 100 þúsund kall hvor, annar miðinn var keyptur í Vesturrestaurant á Patreksfirði en hinn er í áskrift.

  • Vikinglotto - 3. vinningur á áskriftarmiða
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en einn var með íslenska 3. vinninginn og fær hann 1,8 milljón króna í vinning.  Miðinn góði er í áskrift. 

    Tveir voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund kall hvor, annar miðinn var keyptur í lottó appinu en hinn á lotto.is.  Hins vegar var enginn með 1. vinning.

  • Vikinglotto - úrslit 25. ágúst
    Vikinglotto-fréttir

    Tveir Norðmenn duttu aldeilis í lukkupottinn að þessu sinni, en annar þeirra var með 1. vinning og fær hann rúmlega 444 milljónir króna og hinn var með 2. vinning og hlýtur rúmlega 21 milljón króna. Einn var með hinn al-íslenska 3.vinningi og fær hann rúmlega 1,8 milljón. Miðinn er í áskrift.
    Einn var með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fær hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í appinu

    Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var  6.587

  • Vikinglotto - úrslit 18. ágúst
    Vikinglotto-fréttir

    Einn Dani var með 1.vinning og hlýtur hann 3.697.500.000,- króna í vinning. Og svo var einn Finni með 2. vinning og hlýtur hann 1.402.218.970,- krónur í vinning. Þrír voru með hinn al-íslenska 3ja vinning, og hlýtur hver þeirra 2.173.530,- krónur í vinning.

    Miðarnir voru keyptir hjá Olís, Höfn, Hagkaup, Spönginni, Reykjavík og einn var í áskrift. Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru í áskrift. 

    Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 7.163

  • Vikinglotto - úrslit 11. ágúst
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. 2.  né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni og verða allir þessir pottar því veglegir í næstu viku. Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Vídeómarkaðnum, Hamraborg, Kópavogi og þrír voru í áskrift.

    Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.748

  • Vikinglotto - úrslit 4. ágúst - Einn með 2 milljónir í Jóker
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. 2.  né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni og verða allir þessir pottar því veglegir í næstu viku.
    Einn var með allar Jókertölurnar réttar og fær hann 2 milljónir í vinning. Sá heppni keypti miðann í Plúsmarkaðinum, Hátúni 10 í Reykjavík.  Fjórir hlutu 2. vinning í Jóker og fá þeir 100.000 krónur hver. Tveir miðanna eru í áskrift, en hinir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni og á lotto.is.

    Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.644

  • Vikinglotto - úrslit 28. júlí
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna, en einn var með  hinn al-íslenska þriðja vinning og hlýtur hann rúmlega 2 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Krambúðinni í Hólmavík.  
    Enginn var með 1. vinning í Jóker en sjö kræktu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur að launum. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; N1 á Ísafirði, N1 á Höfn í Hornafirði, Skerjakollu á Kópaskeri, Víkurskálanum í Bolungarvík, tveir hér á heimasíðunni okkar lotto.is og einn er í áskrift.

    Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 7.222

  • Vikinglotto - úrslit 21. júlí
    Vikinglotto-fréttir

    Fyrsti vinnningur gekk ekki út að þessu sinni, en einn miðahafi var með 2. vinning og fær hann í sinn hlut rúmlega 348 milljónir króna. Miðinn góði var keyptur í Finnlandi. Þrír skiptu með sér hinum al-íslenska 3.vinningi og fær hver þeirra rúmlega 1,4 milljón. Tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur í N1 v/Borgartún í Reykjavík.
    Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Þrír miðanna voru keyptir á lotto.is og hinir í Olís, Ánanaustum í Reykjavík, Olís á Siglufirði og í Prinsinum, Þönglabakka 6 í Reykjavík.

    Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 7.565

  • Vikinglotto - þrír með 2. vinning
    Vikinglotto-fréttir

    Þrír skiptu með sér 2. vinningi að þessu sinni og voru allir miðarnir keyptir í Noregi, hlýtur hver vinningshafi rúmlega 116,5 milljónir króna í vinning.  Hvorki 1. né 3. vinningur gengu út þessa vikuna. 

    Fimm voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning, þrír miðanna voru keyptir í Appinu, einn er í áskrift og einn var keyptur í Olís í Varmahlíð.

  • Vikinglotto - úrslit 7. júlí
    Vikinglotto-fréttir

    Enn eina vikuna situr 1. vinningur sem fastast og færist yfir til næstu viku.  Tveir voru með 2. vinning og voru miðarnir keyptir í Danmörku og Finnlandi, og hlýtur hvor þeirra rúmar 176 milljónir króna í vinning. Einn var með hinn al-íslenska 3.vinning og hlýtur hann rúmar 2,2 milljónir í vinning. Miðinn var keyptur á Lotto.is