Lottóleikir » Fréttir

 • AUKNAR LÍKUR Á AÐ VINNA ÞANN STÓRA
  Vikinglotto-fréttir

  2. vinningur í sögulegu hámarki við næsta útdrátt

  Á miðvikudaginn verður fyrsti útdráttur samkvæmt breyttu fyrirkomulagi í Vikinglotto. Víkingatölunum sem áður voru átta (1-8) hefur nú verið fækkað í fimm (1-5). Með breytingunni aukast líkurnar á því að 1. vinningur gangi oftar út en til að vinna þann stóra þarf sex réttar aðaltölur og eina rétta Víkingatölu.

 • Vikinglotto breytingar
  Vikinglotto-fréttir

  Við kynnum nú ákveðnar breytingar á þessum vinsæla leik sem við spilum með hinum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Belgíu og Slóveníu. Markmiðið með breytingunum er að fyrsti vinningur gangi oftar út.
   
  Hverjar eru breytingarnar?
  Breytingin, sem tekur gildi frá og með útdrættinum þann 9. júní, er mjög einföld: Víkingatölunum, sem voru átta talsins (1-8), fækkar um þrjár, þannig að aðeins tölurnar frá 1 og upp í 5 eru nú í boði.
  Með því að fækka Víkingatölum úr átta í fimm aukast líkur á fyrsta vinningi, þeim stóra, og mun hann því líklegast ganga oftar út í kjölfarið.
  Samhliða þessum breytingum verður verð raðar í Vikinglotto leiðrétt með tilliti til gengisþróunar vegna alþjóðlega samstarfsins og fer verð hverrar raðar því úr 100 kr. í 110 kr. frá og með deginum í dag, 3. júní.

 • Vikinglotto - 3. vinningur í Kópavoginn
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en einn var með 3. vinning, sá keypti miðann sinn í N1 við Stórahjalla í Kópavogi og hlýtur hann rúmlega 5,9 milljónir í vinning.   Enginn var með 1. vinning í Jóker en fjórir kræktu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall að launum, þeir miðar voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Olís á Selfossi, N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík, á heimasíðunni okkar lotto.is og einn miðinn er í áskrift.

 • Vikinglotto - úrslit 26. maí
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni og verða þessir pottar því veglegir í næstu viku. En tveir voru með 2. vinning og hlýtur hvor þeirra tæpar 37 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi.

 • Vikinglotto - úrslit 19. maí
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. 2.  né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni og verða allir þessir pottar því veglegir í næstu viku.
  Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Iceland, Engihjalla 8 í Kópavogi, hér á lotto.is, einn var keyptur í appinu og einn er í áskrift

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 7.243

 • Úrslit í Vikinglottó 12. maí
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en heppinn Norðmaður var einn með 2. vinning og hlýtur hann rétt tæpar 38 milljónir króna í vinning.

  Heppinn miðahafi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og hlýtur hann rúmar 1.8 milljón króna í sinn hlut. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is.

  Átta voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Vitanum á Laugarvegi 62 í Reykjavík, Prinsinum Hraunbæ í Reykjavík, N1 Ártúnshöfða í Reykjavík, Lottó appinu, heimasíðu okkar lotto.is og þrír miðanna voru í áskrift.

 • Vikinglotto - 2. vinningur til Noregs
  Vikinglotto-fréttir

  Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og flyst því upphæð 1. vinnings til næstu viku og nálgast potturinn nú fjóra milljarða.  Einn var með 2. vinning og keypti hann miðann sinn í Noregi, fær hann rúmlega 38 milljónir í vinning.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út og skiptist á fjóra miðaeigendur, einn þeirra keypti miðann á heimasíðunni okkar lotto.is en hinir þrír eru allir í áskrift.

  Einn var með 2. vinning í Jóker og fær 100 þúsund kall í vinning, miðinn var keyptur á lotto.is

 • Úrslit í Vikinglottó 28. apríl
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. vinningur né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni. 

  Heppinn norðmaður var einn með 2. vinning og fær fyrir það rúmar 77 milljónir króna í sinn hlut. 

  Fimm miðahafar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Þrír miðanna voru í áskrift en hinir miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og á N1 á Reyðarfirði. 

 • Vikinglotto - Einn með 2 milljónir í Jóker!
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn áskrifandi var einn með hinn al-íslenska þriðja vinning og fær hann í sinn hlut rúmlega 1,8 milljón kr.
  Einn var með allar Jókertölurnar í réttri röð og hlýtur því 1. vinning sem er 2 milljónir. Miðinn góði er í áskrift. Þrír miðahafar voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift, en hinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.966

 • Vikinglotto - 2ja milljóna Jókervinningur
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út þessa vikuna en hins vegar gekk 2. vinningur út og fór hann, óskiptur á einn miða, til Danmerkur og hlýtur hann rúmar 75 milljónir króna í vinning. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út og voru tveir heppnir miðahafar sem fá 927.150 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Hrútafirði og Lotto-appinu.

  Einn var með allar tölurnar réttar í Jókernum og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var í áskrift. Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir Olís, Sæbraut, Reykjavík, Esjskálanum, Vallargrund, Reykjavík, 2 í áskrift og einn á Lotto.is

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 7.068