Lottóleikir » Fréttir

 • Vikinglotto - úrslit 7. apríl
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn áskrifandi var einn með hinn al-íslenska þriðja vinning og fær hann í sinn hlut rúmlega 1,8 milljón kr.
  Sjö miðahafar voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Þrír miðanna eru í áskrift, en hinir miðarnir voru keyptir í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Kjörbúðinni í Grundarfirði, Vídeómarkaðnum, Hamraborg 20a í Kópavogi og Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.

   Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.951

 • Vikinglotto - 3. vinningur til Dalvíkur
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út þessa vikuna en hins vegar gekk 2. vinningur út og fór hann, óskiptur á einn miða, til Finnlands.  Hlýtur eigandi þessa happamiða rúmlega 37,3 milljónir í vinning.  Einn var með al-íslenska 3. vinninginn og hlýtur sá heppni rúmlega 1,8 milljón, vinningsmiðinn var keyptur í Olís á Dalvík.

  Heppinn áskrifandi var með allar Jókertölurnar í réttri röð og hlýtur því 1. vinning sem er 2 milljónir.  Fimm spilarar voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund króna vinning hver, miðana keyptu þeir á eftirtöldum stöðum; 10-11 Laugavegi 116, Reykjavík, Olís við Álfheima í Reykjavík, einn er með miðann sinn í áskrift, einn keypti á lotto.is og einn í Appinu.

 • Vikinglotto - úrslit 24. mars
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir heppnir spilarar í Noregi og Danmörku skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig tæpar 18 milljónir króna í vinning. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk út og hlýtur hann 1.777.940 krónur í vinning. Miðinn var í áskrift.

  Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru  keyptir á heimasíðunni okkar Lotto.is og á appinu.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 6.190

 • Úrslit í Vikinglottó 17. mars
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir heppnir Norðmenn skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmar 35 milljónir króna í vinning.
  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út og var það heppinn miðahafi sem keypti miða sinn í N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík sem hlaut vinninginn. Fær hann rúmar 3,5 milljónir króna í sinn hlut.  

  Fjórir voru með fjórar tölur réttar í réttri röð í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum sölustöðum; N1 á Ísafirði, Krambúðinni á Flúðum, N1 á Borgarnesi og á N1 í Vestmannaeyjum.

 • Vikinglotto - 2ja milljóna Jókervinningur
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1., 2. né 3. vinningur í Vikinglotto gengu út þessa vikuna en hins vegar gaf Jókerinn vel af sér, einn var með 1. vinning og sex með 2. vinning.  Sá sem nældi sér í 1. vinning keypti miðann á heimasíðunni okkar, lotto.is og fær hann 2. milljónir í vinning.  Tveir þeirra sem fengu 2. vinning versluðu einnig á lotto.is, tveir eru í áskrift, einn keypti miðann á Olís í Norðlingaholti í Reykjavík og einn í Bláu sjoppunni við Starengi í Reykjavík.  Fá þeir allir 100 þúsund kall í vinning.

 • Vikinglotto - úrslit 3. mars
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en heppinn Norðmaður var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 35 milljónir króna. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út en tveir spilarar skiptu honum á milli sín og hlýtur hvor þeirra 1.695.660 krónur í vinning, miðarnir voru keyptir í Loppu á Fáskrúðsfirði og Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavík

  Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavík, N1 á Höfn, Mosó grilli, Mosfellsbæ, Lotto.is og tveir á lotto-appinu.

  Fjöldi vinninga á Íslandi var 6.428

 • Vikinglotto - úrslit 24. febrúar
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 3. vinningur gengu út að þessu sinni, en 2. vinningur, sem var tæplega 70 milljónir, fór óskiptur til Eistlands.
  Enginn var með 1. vinning í Jóker, en tveir áskrifendur nældu sér i sér í 2. vinning og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur.

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 5.858

 • Seinkun verður á útdrætti í Vikinglotto
  Vikinglotto-fréttir

  Vegna tækniörðugleika er seinkun á útdrætti í Vikinglotto í kvöld og verður hann ekki sýndur í sjónvarpinu vegna þess. Við munum birta úrslit, um leið og þau liggja fyrir, hér á heimasíðunni.

 • Úrslit í Vikinglottó 17.febrúar
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en heppinn miðahafi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann rúma 1,5 milljón í sinn hlut. Miðann keypti hann í Mini Market í Drafnarfelli 14 í Reykjavík.

  Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Jolla í Helluhrauni 1 í Hafnarfirði og hinn miðinn var í áskrift.

 • Vikinglotto - 1. vinningur til Litháen
  Vikinglotto-fréttir

  Það var ljónheppinn lottóspilari í Litháen sem var aleinn með allar tölur réttar og hlýtur því óskiptan 1. vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 2 milljarða, nánar tiltekið 2.024.381.740 krónur.  Tveir skiptu mér sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 19 milljónir, annar miðinn var keyptur í Noregi en hinn í Danmörku.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út en þrír spilarar skiptu honum bróðurlega á milli sín, tveir þeirra eru með tölurnar í áskrift og einn keypti lukkumiðann á lotto.is.

  Enginn var með 1. vinning í Jóker en sjö miðaeigendur nældu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall hver, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Tjarnagrilli í Reykjanesbæ, Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, N1 Fossvogi í Reykjavík, á lotto.is, í LottóAppinu og einn er með tölurnar sínar í áskrift.