Lottóleikir » Fréttir

 • Úrslit í Vikinglottó 8. mars
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir heppnir Norðmenn skiptu 2. vinning á milli sín og fær hvor þeirra rúmar 17 milljónir króna.

  Heppinn miðahafi var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og hlýtur hann rétt rúmar 3 milljónir króna. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is

   

  Enginn var með 1. vinning í Jókernum í kvöld en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Vídeómarkaðnum í Hamraborg í Kópavogi, einn miðinn er í áskrift og sá þriðji var keyptur í Lottó appinu. 

 • Vikinglotto - enginn með 1. vinning
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í útdrætti kvöldsins. Hinn al-íslenski bónusvinningur gekk heldur ekki út í þetta sinn.

  1. vinningur gekk heldur ekki út í Jóker kvöldsins en þrír heppnir miðaeigendur nældu sér í 2. vinning og fá því hver þeirra 100 þúsund krónur. Einn miðinn var keyptur í Appinu en hinir tveir eru í áskrift.

 • Vikinglotto - fyrsti og annar vinningur til Noregs
  Vikinglotto-fréttir

  Heppinn Norðmaður var einn með 1. vinning þessa vikuna og fær hann rúmlega 457 milljónir króna í sinn hlut. Það var einnig Norðmaður sem fékk 2. vinning og fær hann rúmar 94 milljónir króna. Tveir áskrifendur voru með hinn al-íslenska 3. vinning. Annar miðinn er kerfismiði og fær eigandi hans rúmlega 3,4 milljónir en hinn vinningshafinn fær 1.140.330 krónur.
  Enginn var með 1. vinning í Jóker, en þrír miðahafar voru með 2.vinning og fá þeir 100.000 krónur í sinn hlut. Einn miðinn er í áskrift en hinir voru keyptir í N1 v/Háholt í Mosfellsbæ og á heimsíðu okkar lotto.is

   

 • Vikinglotto - 1. vinningur til Noregs
  Vikinglotto-fréttir

  Stálheppinn Norðmaður var aleinn með 1. vinning vikunnar og er hann því rúmlega 830 milljónum króna ríkari í dag en í gær.  Hvorki 2. né alíslenski 3. vinningurinn gengu út en tveir voru með 4. vinning og fær hvor þeirra rúmlega 190 þúsund í vasann.   Annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í Appinu.   Einn smellhitti á allar Jókertölurnar, réttar og í réttri röð og fær hann 2 milljónir.  Miðinn er í áskrift.  Þá voru tveir með 2. vinning sem gefur 100 þúsund, miðarnir voru keyptir í Videómarkaðnum, Hamraborg í Kópavogi og Söluskála ÓK í Ólafsvík.

  Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi í þessum útdrætti var 5.116.

 • Úrslit í Vikinglotto 8.febrúar 2023
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2.vinningur gengu út í útdrætti kvöldsins. Hinn al-íslenski bónusvinningur gekk heldur ekki út í þetta sinn.

  Þrír miðahafar voru með 2.vinning í Jókernum og fá þeir 100.000 krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup á Furuvöllum á Akureyri, söluturninum Smárinn á Dalvegi og á heimasíðu okkar lotto.is

   

 • Vikinglotto - úrslit 1. febrúar
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í kvöld en einn var með hinn al-íslenska 3.vinning og fær hann rúmar 1,5 milljónir króna í vinning. Miðinn var í áskrift. Fimm voru með 2.vinning í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Hamraborg, Ísafirði, Plúsmarkaðnum, Hátúni 10a, Reykjavík, N1, Húsavík og tveir á Lotto-appinu.

   

 • Vikinglotto - 1. vinningur til Finnlands
  Vikinglotto-fréttir

  Það var einn stálheppinn miðaeigandi frá Finnlandi sem var með 1. vinning í Vikinglotto kvöldsins og fær hann tæpa 2.5 milljarða króna í vinning. Enginn var með 2. vinning en tveir miðahafar deila með sér hinum al-íslenska 3. vinning og fá þeir rúmar 800 þúsund krónur í vinning hvor. Miðarnir voru keyptir á N1 á Höfn í Hornafirði og á lotto.is.

  Enginn var með 1. vinning í Jókernum í kvöld en þrír voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá því 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á Olís í Borgarnesi og tveir eru í áskrift.

 • Úrslit í Vikinglottó 18. janúar
  Vikinglotto-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en stálheppinn Norðmaður var einn með 2.vinning og fær hann rúmar 40 milljónir króna í vinning. Heppinn miðahafi var einn með hinn al-íslenska 3.vinning og hlýtur hann 1,6 milljón krónur í vinning. Miðann keypti hann á Olís á Neskaupsstað.

   

  Enginn var með 1. né 2. vinning í Jókernum í kvöld.

 • Úrslit í Vikinglotto 11.janúar 2023
  Vikinglotto-fréttir

  Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í kvöld en tveir heppnir miðahafar skiptu með sér hinum al-íslenska 3. vinningi og fær hvor þeirra rétt tæpar 1,7 milljónir króna. Annar miðinn var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is en hinn miðinn er í áskrift.
  Tveir miðahafar voru með 2.vinning í Jóker kvöldsins og fá þeir 100.000 krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir á N1, Hringbraut og á heimsíðu okkar lotto.is

 • Vikinglotto - fjórir með 2. vinning í Noregi
  Vikinglotto-fréttir

  Fjórir norðmenn skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 5,1 milljón en hvorki 1. né 3. vinningur gengu út í þessum fyrsta útdrætti ársins 2023.  Fjórir voru með 4. vinning hérlendis og fá þeir rúmlega 105 þúsund í vinning, þrír miðanna eru í áskrift en einn var keyptur í Reykjavík food í Suðurfelli.

  Jókerinn skilaði 408 vinningum í útdrættinum,  þar af voru þrír sem fengu 2. vinning upp á 100 þúsund kall.  Einn miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, einn er í áskrift og einn notaði Appið til að kaupa sér miða.