Lottóleikir » Fréttir

  • Úrslit í Vikinglotto, 26. október – Áskrifandi vann 2 milljónir í Jóker!
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1., 2. né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni og verða þessir vinningsflokkar því veglegir í næstu viku. Tveir fengu fjórða vinning og fær hvor þeirra rúmar 192 þúsund krónur. Annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í Krambúðinni á Selfossi.
    Stálheppinn áskrifandi var með allar Jókertölurnar réttar – og í réttri röð og fær hann 2 milljónir króna í vinning. Fimm miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Einn miðinn var keyptur hjá N1, Borgartúni 39 í Reykjavík, en hinir fjórir eru allir í áskrift.


    Fjöldi vinninga á Íslandi var 4.891

  • Vikinglotto - enginn með 1. vinning
    Vikinglotto-fréttir

    Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldins í Vikinglotto. Einn heppinn Dani hlaut 2. vinning og fær því rúmar 16.8 milljónir í sinn hlut. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk ekki út að þessu sinni.

    Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en fjórir heppnir áskrifendur voru með 2. vinning og fá þeir allir 100 þúsund krónur.

  • Vikinglotto - 1. vinningur til Noregs
    Vikinglotto-fréttir

    Einn ljónheppinn miðahafi í Noregi hreppti 1. vinning í Vikinglotto og fékk rúman 1.1 milljarð í sinn hlut. Tveir miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fá þeir rúmar 8.7 milljónir hvor. Annar miðinn var keyptur í Noregi en hinn í Danmörku. Hinn alíslenski 3. vinningur fer í hendur tveggja heppinna miðaeigenda og fær hvor þeirra tæpar 915 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Kaupfélagi Skagfirðinga á Hofsósi og Prins Póló í Þönglabakka 6, Reykjavík.

    Enginn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup í Skeifunni, lotto.is og einn miði er í áskrift.

     

  • Vikinglotto - 2.vinningur til Noregs
    Vikinglotto-fréttir

    Enginn var með 1.vinning í útdrætti kvöldsins en heppinn miðahafi í Noregi var með 2.vinning og fékk rétt tæpar 52 milljónir í sinn hlut. Fjórir deildu með sér hinum al-íslenska 3.vinningi og fær hver þeirra rúmar 460 þúsund króna. Tveir miðanna voru keyptir í appinu og tveir eru í áskrift.

    Enginn var með allar tölur réttar og réttri röð í Jóker kvöldsins en 7 miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á eftirfarandi stöðum; N1 við Hringbraut 12, Reykjavík, Olís Garðabæ, Iceland í Engihjalla, Kópavogi, Ungó í Reykjanesbæ, appinu, á lotto.is og einn miði er í áskrift.

  • Vikinglotto - úrslit 28. september
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna, en einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær sá heppni rúmar 1.6 milljón krónur, en miðinn góði var var keyptur hjá N1, Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði. Enginn var með allar tölur réttar í Jóker en fjórir voru með fjórar réttar, í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Miðarnir eru allir í áskrift.

  • Vikinglottó - úrslit 21. september
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en tveir heppnir miðahafar voru með hinn al-íslenska 3. vinning og fá þeir rúmlega 1,6 milljón hvor. Annar miðinn var keyptur í Olís Ánanaust í Reykjavík en hinn miðinn var í áskrift.

     

    Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en einn miðahafi var með 2. Vinning og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is.

  • Vikinglotto - úrslit 14. september
    Vikinglotto-fréttir

    Enginn var með 1. vinning að þessu sinni en tveir Norðmenn skiptu öðrum vinningi á milli sín og fær hvor þeirra  rúmar 8 milljónir króna í sinn hlut.
    Einn var með 2. vinning í Jóker og fær hann 100 þúsund krónur. Miðinn er í áskrift.

    Fjöldi vinninga á Íslandi var 5.643

  • Vikinglotto - 1. vinningur til Slóveníu
    Vikinglotto-fréttir

    Stálheppinn miðaeigandi í Slóveníu var einn með allar tölur réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega einn og hálfan milljarð í vinning.  Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 18 milljónir króna, miðarnir voru báðir keyptir í Noregi.  Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út og var það kaupandi á lotto.is sem hreppti hann en upphæðin nam rúmlega 1,9 milljón króna.

    Enginn var með allar tölur réttar í Jóker en fjórir voru með fjórar réttar, í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver.  Tveir miðanna eru í áskrift, einn var keyptur í appinu og einn í Kjörbúðinni á Ólafsfirði.

  • Vikinglotto - úrslit 31. ágúst
    Vikinglotto-fréttir

    Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna, en einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær sá heppni rúmar 1,8 milljón krónur, en miðinn góði var í áskrift. Fimm miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur.

  • Úrslit í Vikinglottó 24. ágúst
    Vikinglotto-fréttir

    Ekki gekk 1. vinningurinn út að þessu sinni en einn heppinn miðahafi í Slóveníu nældi sér í 2. vinning og fær tæpar 19 milljónir í vasann. Þá var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og fær sá heppni tæpar 1,8 milljónir króna, en miðinn góði var keyptur á lotto.is.

    Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum í kvöld en einn miðahafi var með 2. vinning og fær 100 þúsund kall í vasann. Miðinn góði var keyptur á lotto.is.