Lottóleikir » Fréttir
-
Vikinglotto - úrslit 17. ágúst
Vikinglotto-fréttir
Enginn var með 1. vinning að þessu sinni en heppinn Finni var einn með 2. vinning og fær hann rúmlega 71 milljón króna. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út í kvöld, en fjórir miðaeigendur skiptu honum á milli sín og fá rúmlega 890 þúsund króna hver. Tveir miðanna eru í áskrift og tveir voru keyptir á lotto.is.
Fimm miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Einn miði var keyptur í appinu, þrír eru í áskrift og einn var keyptur hjá Prins Póló, Þönglabakka 6 í Reykjavík.Fjöldi vinninga á Íslandi var 5.938
-
Vikinglotto - úrslit 10. ágúst
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1., 2. né 3. vinningsflokkur gengu út þessa vikuna og verður því til mikils að vinna fyrir miðaeigendur í næstu viku. Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en einn var með 2. vinning og fær 100 þúsund kall, miðinn var keyptur hjá Olís, Langatanga, Mosfellsbæ
-
Úrslit í Vikinglottó 3. ágúst
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en tveir heppnir miðahafar voru með hinn al-íslenska 3. vinning og fá rúmlega 2,6 milljónir hvor. Einn miðinn var keyptur í Olís á Sæbraut en hinn miðinn er í áskrift.
Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en tveir voru með 2. vinning og fá 100 þúsund kall á mann. Einn miðinn var keyptur í Appinu og hinn er í áskrift.
-
Vikinglotto - úrslit 27. júlí
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1., 2. né 3. vinningsflokkur gengu út þessa vikuna og verður því til mikils að vinna fyrir miðaeigendur í næstu viku. Enginn var með 1. vinning í Jóker er níu miðahafar náðu að landa 2. vinningi og fá þeir 100 þúsund kall, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Krambúðinni við Hófgerði í Kópavogi, fimm keyptu miðann sinn í Appinu, tveir á lotto.is og einn er í áskrift.
-
Úrslit í Vikinglottó 20. júlí
Vikinglotto-fréttir
Heppnin var aldeilis með einum Norðmanni í kvöld sem var aleinn með 1. vinninginn og fær rúmlega 1700 milljónir í vasann. Svo var það Svíi sem nældi sér í 2. vinninginn og fær rúmlega 58 milljónir til að njóta, en al-íslenski 3. vinningurinn gekk ekki út að þessu sinni.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum í kvöld en fimm miðahafar voru með 2. vinninginn og fá 100 þúsund kall á mann. Einn miðanna var keyptur í Orkunni á Dalvegi, tveir í Appinu og tveir eru í áskrift.
-
Vikinglotto - 3. vinningur á áskriftarmiða
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en einn var með hinn íslenska 3. vinning og fær hann rétt tæpar tvær milljónir í vinning. Miðinn er í áskrift. Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír nældu sér í 2. vinning sem hljóðar upp á 100 þúsund. Einn miðinn var keyptur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í Hofsósi, einn var keyptur í appinu og einn á lotto.is.
-
Vikinglotto - 3. vinningur í Hafnarfjörðinn
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en einn var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hinn heppni rétt tæpar 2 milljónir í vinning, miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.
Af Jóker er það að segja að einn náði að landa 1. vinningi og fyrir það fær hann 2 milljónir, miðinn er í áskrift. Þá voru tveir með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall í vinning hvor, annar miðinn var keyptur í Krambúðinni á Skólavörðustíg í Reykjavík en hinn í Lottóappinu.
-
Úrslit í Vikinglottó 29. júní
Vikinglotto-fréttir
Enginn var með 1. vinning að þessu sinni en einn heppinn miðahafi í Finnlandi var með 2. vinning og fær rúmlega 71 milljónir króna. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út í kvöld og var það viðskiptavinur í Appinu sem fær rúmlega 1,8 milljónir í vasann.
Einn heppinn áskrifandi var með 1. vinning í Jókernum og fær 2 milljónir króna. Þá voru tveir miðahafar með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hvor. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup Furuvöllum og í Appinu.
-
Vikinglotto - úrslit 22. júní
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en einn hlaut hinn al-íslenska þriðja vinning og fær hann rúmlega 1,7 milljónir í sinn hlut. Miðinn var keyptur á Lotto.is
-
Vikinglotto - úrslit 15. júní
Vikinglotto-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni, en tveir miðaeigendur skiptu hinum al-íslenska þriðja vinningi á milli sín og fær hvor þeirra rúmlega 1,7 milljónir í sinn hlut. Báðir miðarnir voru keyptir hér á heimasíðunni, lotto.is.
Fjórir voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Tveir miðanna eru í áskrift, en hinir voru keyptir hjá N1, Skógarseli 10 í Reykjavík og á lotto.is.Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 5.322