Lottóleikir » Einn með 1. vinning í EuroJackpot 10. nóvember

Til baka í listaEinn með 1. vinning í EuroJackpot 10. nóvember
EuroJackpot-fréttir

Einn stálheppinn miðahafi í Danmörku var með allar tölur og báðar stjörnutölur réttar í EuroJackpot í kvöld. Miðahafinn hlýtur rúmlega 2,8 milljarða króna í vinning. Þá voru þrír með 2. vinning og hlýtur hver rúmar 110 milljónir á mann en tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og sá þriðji á Spáni. Þá var einn Íslendingur með 4. vinning eða fjórar réttar tölur og báðar stjörnutölurnar. Miðahafinn hlýtur tæplega 550 þúsund krónur en miðinn var keyptur hér á heimasíðu okkar, lotto.is.

Engin var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker í kvöld og ekki gekk heldur út 2. vinningur í Jóker að þessu sinni.