Lottóleikir » EuroJackpot - enginn með 1. vinning

Til baka í listaEuroJackpot - enginn með 1. vinning
EuroJackpot-fréttir

Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en fjórir miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fær hver um sig rúmlega 54,4 milljónir í vinning.  Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn á Spáni og einn í Svíþjóð.  Það voru einnig fjórir vinningshafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 19 milljónir, einn miðinn var keyptur í Danmörku, einn í Þýskalandi og tveir í Króatíu.    

Fjórir voru svo með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund kall hver, tveir miðanna voru keyptir á heimasíðunni okkar lotto.is, einn í Olís við Ánanaust í Reykjavík og einn í Shellskálanum við Austurmörk í Hveragerði.