Lottóleikir » Einn með 1. vinning í EuroJackpot 9. mars

Til baka í listaEinn með 1. vinning í EuroJackpot 9. mars
EuroJackpot-fréttir

Það var einn miðahafi sem keypti miðann í Berlín, Þýskalandi, með allar tölur og báðar stjörnutölur réttar í EuroJackpot í kvöld. Því hreppir hann 1. vinninginn í heild sinni og hlýtur rúmlega 5.236 milljónir króna! Sex miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver rúmlega 39 milljón krónur.  Þá voru sex heppnir miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver þeirra um 13,7 milljón krónur. Allir miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Þjóðverjar voru sannarlega með heppnina með sér.

Einn miðahafi var með 2. vinning í Jóker í kvöld og hlýtur því 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur á N1, Blönduósi.