Lottóleikir » Stærsti vinningur frá upphafi í EuroJackpot á íslandi!

Til baka í listaStærsti vinningur frá upphafi í EuroJackpot á íslandi!
EuroJackpot-fréttir

Risavinningur í EuroJackpot á Íslandi. Einn íslenskur spilari hafið svo sannarlega heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot en vinningurinn sem kom til Íslands var upp á rúmlega 131 milljónir króna. Um var að ræða 2. vinning sem skiptist á milli Íslands og Þýskalands. Miðinn góði var seldur í Happahúsinu í Kringlunni. Þetta er stærsti vinningur sem komið hefur til Íslands frá upphafi. 1. vinningur gekk einnig út í kvöld en sá miði var seldur í Danmörku.

Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Báðir miðarnir voru seldir á lotto.is.

Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi í þessum útdrætti var 3.034