Lottóleikir » 3. vinningur í EuroJackpot til Íslands

Til baka í lista3. vinningur í EuroJackpot til Íslands
EuroJackpot-fréttir

Árið byrjar á því að 3. vinningur í EuroJackpot kemur til Íslands! Einn heppinn miðahafi sem keypti miðann í Krambúðinni á Selfossi var með 3. vinning í kvöld, eða 5 réttar aðaltölur, og hlýtur rúmlega 14,5 milljónir króna í vinning. Engin var með 1. vinning en fjórir miðahafar skipta með sér 2. vinningnum og hljóta rúmlega 51 milljón króna fyrir. Miðarnir voru keyptir í Hollandi, Noregi, Þýskalandi og Ungverjalandi.

Miðahafinn frá Íslandi skiptir 3. vinning með fjórum öðrum vinningshöfum en þrír þeirra keyptu miðann í Þýskalandi og einn í Svíþjóð. Þeir hljóta allir 14,5 milljónir króna í sinn hlut.
Engin var með 1. vinning í Jóker í kvöld en einn hlaut 2. vinning og fær 100 þúsund krónur fyrir. Miðinn var keyptur í Ice Boost and Burgers í Mosfellsbæ.