Lottóleikir » 2ja milljóna Jókervinningur í Olís Gullinbrú

Til baka í lista2ja milljóna Jókervinningur í Olís Gullinbrú
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með 1. vinning að þessu sinni og flyst því upphæð hans sem nam rúmlega 3,8 milljörðum yfir til næstu viku.  Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning, miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík.  Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær að launum 100 þúsund kall, sá keypti miðann á lotto.is

 

2. vinningur skiptist á milli fjögurra miðaeigenda og fær hver þeirra 60,9 milljónir í vinning, miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi.  Þrettán voru með 3. vinning og þar með vinning upp á 6,6 milljónir.  Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Danmörku, tveir í Króatíu, einn á Ítalíu, tveir í Svíþjóð, einn í Ungverjalandi, einn í Slóvakíu og einn í Finnlandi.