Lottóleikir » EuroJackpot - enginn með 1. vinning

Til baka í listaEuroJackpot - enginn með 1. vinning
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með allar aðaltölur réttar auk stjörnutalnanna beggja og flytjast því rétt tæplega 2,7 milljarðar yfir á 1. vinning í næstu viku.  Fjórir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra tæplega 114 milljónir í vinning, tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Danmörku og einn í Króatíu.  Það voru síðan sex miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 13,8 milljónir, tveir miðanna voru keyptir í Finnlandi, einn í Danmörku, einn í Noregi og tveir í Þýskalandi.  

Enginn var með 1. vinning í Jóker en tveir voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning, annar miðinn var keyptur á N1 Friðarhöfn í Vestmannaeyjum en hinn var keyptur með nýja Lottó appinu.