Lottóleikir » EuroJackpot - enginn með 1. vinning - 2ja milljóna Jókervinningur

Til baka í listaEuroJackpot - enginn með 1. vinning - 2ja milljóna Jókervinningur
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og flytjast því rúmlega 8,5 milljarðar yfir á 1. vinning í næstu viku.   Tveir Danir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rétt tæplega 160 milljóna vinning.  Þá voru átta miðaeigendur sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 14 milljónir, einn miðinn var keyptur í Svíþjóð en hinir sjö í Þýskalandi.  

Einn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker með fær hann 2 milljónir í vinning, miðinn er í áskrift. Fjórir voru svo með fjórar réttar tölur, í réttri röð og fá þeir 100 þúsund króna vinning, einn er í áskrift, einn var keyptur með Lottó Appinu og tveir á lotto.is.