Lottóleikir » EuroJackpot - Norðmaður fékk 6 milljarða vinning !

Til baka í listaEuroJackpot - Norðmaður fékk 6 milljarða vinning !
EuroJackpot-fréttir

Það var stálheppinn Norðmaður sem var aleinn með allar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar og hlýtur hann því allan pottinn sem var rúmlega 6,1 milljarður.   Sex skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rétt tæplega 47 milljónir í vinning, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Hollandi, Króatíu, Spáni, Svíþjóð og tveir í Þýskalandi.  

 

Fimm skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver um sig rétt tæplega 20 milljónir í vasann og voru þeir miðar keyptir í eftirtöldum löndum; Danmörku, Noregi, Finnlandi, Póllandi og Þýskalandi.