Lottóleikir » Enginn með 1. vinning í EuroJackpot

Til baka í listaEnginn með 1. vinning í EuroJackpot
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með allar tölur og báðar stjörnutölur réttar í EuroJackpot í kvöld og því stefnir í 7 milljarða króna pott í næstu viku. Fjórir voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmlega 68,6 milljónir íslenskra króna í vinning. Þrír vinningshafanna keyptu miðann sinn í Finnlandi en einn í Noregi. Þá voru fimm miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver rúmar 19 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Hollandi, Póllandi og Hannover og München í Þýskalandi 

1. vinningur gekk ekki út í Jóker í kvöld en þrír voru með 2. vinning. Miðarnir voru keyptir í Póló á Bústaðarvegi, hér á lotto.is og var einn vinningshafi í áskrift.