Lottóleikir » EuroJackpot - 1. vinningur til Finnlands

Til baka í listaEuroJackpot - 1. vinningur til Finnlands
EuroJackpot-fréttir

Það var ljónheppinn lottóspilari í Finnlandi sem var aleinn með allar aðaltölurnar og báðar stjórnutölurnar og fær hann því 1. vinning óskiptan en hann var upp á rúmlega 3,1 milljarð króna.  Fjórir miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rétt tæplega 64 milljónir í vinning, þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Slóvakíu.  

Það voru svo alls sjö spilarar sem nældu sér í 3. vinning og fá að launum 12,9 milljónir, tveir miðanna voru keyptir í Danmörku, einn í Litháen, einn í Svíþjóð og þrír í Þýskalandi.Einn var með 2. vinning í Jóker, sá keypti miðann í Ísbúðinni við Glerártorg á Akureyri og fær 100 þúsund kall fyrir vikið.  Fyrsti vinningur í Jóker gekk ekki út að þessu sinni.