Lottóleikir » Úrslit í EuroJackpot - 17. janúar

Til baka í listaÚrslit í EuroJackpot - 17. janúar
EuroJackpot-fréttir
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 162 milljónir króna, miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Tékklandi. Þrettán skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rétt tæplega 6,8 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Ítalíu, Svíþjóð, Ungverjalandi og níu í Þýskalandi. Fjörutíu og einn skiptu með sér 4. vinningi og þar á meðal var einn íslenskur vinningshafi sem keypti miðann sinn í Kvikk, Skagabraut 43 á Akranesi. Þeir fá rúmlega 929 þúsund krónur hver.
Einn var með 2. vinning í Jóker, sá keypti miðann í Olís á Selfossi og fær hann 100 þúsund krónur. Fyrsti vinningur í Jóker gekk ekki út að þessu sinni.
 
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 3.028.