Lottóleikir » EuroJackpot - úrslit 19. júní

Til baka í listaEuroJackpot - úrslit 19. júní
EuroJackpot-fréttir

Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld en fjórir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt tæplega 79 milljónir króna, miðarnir voru keyptir í Tékklandi, Spáni og tveir í Finnlandi. Sex skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmlega 18,5 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Hollandi og fjórir í Þýskalandi. Sjötíu og sex skipta svo með sér 4. vinningi og þar á meðal er einn heppinn Íslendingur sem fær rúmlega 515 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn góði var keyptur í Skeifunni söluturni, Víkurbraut 62 í Grindavík.

Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hvor í vinning. Annar miðinn var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is og hinn miðinn er í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 3.221.