Lottóleikir » Úrslit í EuroJackpot, 17. júlí 2020

Til baka í listaÚrslit í EuroJackpot, 17. júlí 2020
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld og stefnir potturinn því í 7,2 milljarða íslenskra króna í næstu viku. Tveir heppnir miðahafar skipta með sér 2. vinningnum en miðarnir voru keyptir í Noregi og Hamborg, Þýskalandi. Hvor vinningshafinn hlýtur rúmlega 168,7 milljónir króna í sinn hlut. Þá voru átta miðahafar með 3. vinning og fá rúmlega 14,8 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Tékklandi, Hollandi, Króatíu, Slóvakíu, Finnlandi og tveir í Münster, Þýskalandi.

Einn miðahafi var með 2. vinning í Jóker í kvöld og fær 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Olís, Álfabakka.