Lottóleikir » 4. vinningur í EuroJackpot til Íslands

Til baka í lista4. vinningur í EuroJackpot til Íslands
EuroJackpot-fréttir

Hvorki 1. né 2. vinningur gekk út í EuroJackpot í kvöld. Átta miðahafar voru með 3. vinning og fékk hver þeirra rúmlega 13 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Póllandi, Ungverjalandi, sex þeirra voru keyptir í Þýskalandi, nánar titekið í Leipzig, Hannover, Hamborg, Stuttgart og tveir í München. Einn af fimmtíu og níu heppnum miðahöfum sem hrepptu fjórða vinning keypti miðann hér á Íslandi í Kvikk, Kópavogi. Vinningurinn er uppá rúmlega 600 þúsund krónur.

Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker í kvöld. Fjórir voru þó með 2. vinninginn og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum, lotto.is og tveir í Lottó appinu.