Lottóleikir » EuroJackpot 2. október

Til baka í listaEuroJackpot 2. október
EuroJackpot-fréttir

Fyrsti vinningur gekk ekki út þessa vikuna en hins vegar gengu bæði 2. og 3. vinningur út og voru þrír vinningshafar í hvorum flokki.  Vinningshafar með 2. vinning fengu rúmlega 112 milljónir á mann og voru miðarnir keyptir í Litháen, Ungverjalandi og Þýskalandi.  Þeir sem fengu 3. vinning keyptu allir miðana sína í Þýskalandi og fá þeir rétt tæplega 40 milljónir hver.

Einn var með fjórar réttar tölur í Jóker og fær hann 100 þúsund kall í vinning, miðinn var keyptur í Olís, Garðabæ.