Lottóleikir » Úrslit í Eurojackpot 5. febrúar - Dani með 1. vinning
Stálheppinn Dani var einn með fyrsta vinning í útdrætti vikunnar og hlýtur fyrir það 1,7 milljarð í sinn hlut.
Sex miðahafar skiptu með sér 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 49 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og hinir tveir miðarnir voru keyptir í Noregi og Hollandi.
Sex skiptu svo með sér 3. vinning og fær hver þeirra rétt rúmar 17 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og þrír í Þýskalandi.
Heppinn íslendingur var einn af þeim 49 sem skiptu með sér 4. vinning og hlýtur hann 717 þúsund krónur í vinning í sinn hlut. Miðinn var í áskrift.
Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hvor í sinn hlut. Miðarnir voru báðir í áskrift.