Lottóleikir » EuroJackpot - úrslit 28. maí - 1. vinningur til Þýskalands

Til baka í listaEuroJackpot - úrslit 28. maí - 1. vinningur til Þýskalands
EuroJackpot-fréttir

Heppinn Þjóðverji var einn með 1. vinning og fær hann að launum rúmlega 13,2 milljarða. Fimm voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmlega 400 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Tékklandi og þrír í Þýskalandi.

Tólf skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 15,5 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir á Ítalíu, Svíþjóð, Póllandi, Noregi, 2 í Danmörku og 6 í Þýskalandi. Einn Íslendingur var svo meðal þeirra  122 heppnu miðahafa sem hrepptu 4. vinning. Vinningshafinn fær rúmar 511 þúsund krónur í vinning en miðinn var keyptur í Hagkaup, Skeifunni 15, Reykjavík. Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á Lotto.is

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.602

Nánari úrslit