Lottóleikir » Úrslit í EuroJackpot 27. ágúst - Íslendingur með 700 þúsund í vinning

Til baka í listaÚrslit í EuroJackpot 27. ágúst - Íslendingur með 700 þúsund í vinning
EuroJackpot-fréttir

Ekki gekk 1. vinningur út í EuroJackpot í kvöld en tveir miðahafar voru með 2. vinninginn. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi og í Magdeburg, Þýskalandi, og fær hvor vinningshafi tæplega 148,8 milljónir íslenskra króna. Þá voru fimm miðahafar með 3. vinninginn og fá 21 milljón hver. Miðarnir voru keyptir í Ungverjalandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og sá fimmti í Hannover, Þýskalandi. Einn Íslendingur var meðal þeirra 50 heppnu sem hrepptu 4. vinning í kvöld, fjórar réttar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar, og fær rúmlega 700 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.

Enginn var með allar tölur í réttri röð í Jóker í kvöld og gekk 1. vinningur því ekki út. Fimm miðahafar voru þó með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur. Þrír vinningshafanna eru í áskrift en hinir miðarnir voru keyptir á lotto.is og Olís, Álfheimum. Við minnum á að hægt er að gerast áskrifandi hér á lotto.is.

Nánari úrslit