Lottóleikir » EuroJackpot - úrslit 10. sept.

Til baka í listaEuroJackpot - úrslit 10. sept.
EuroJackpot-fréttir

Einn heppinn Þjóðverji var með 1. vinning í EuroJackpot og hlýtur hann rúma 7,4 milljarða króna í vinning. Tveir miðahafar voru með 2. vinning.

Miðarnir voru báðir keyptir í Þýskalandi, og fær hvor vinningshafi tæplega 177 milljónir íslenskra króna. Þá voru níu miðahafar með 3. Vinning og fá tæpar 14 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir Danmörku, Noregi, Ítalíu, Póllandi, Finnlandi og 4 í þýskalandi. Einn Íslendingur var meðal þeirra 46 heppnu sem hrepptu 4. vinning í kvöld, fjórar réttar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar, og fær rúmlega 902 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur hjá N1, Stórahjalla, Kópavogi. Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur hjá N1, Borgartúni, Reykjavík.

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 5.647

Nánari úrslit