Lottóleikir » EuroJackpot - úrslit 1. október

Til baka í listaEuroJackpot - úrslit 1. október
EuroJackpot-fréttir

Ekki gekk 1. vinningur út í EuroJackpot í kvöld en sex miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra tæpar 46 milljónir króna í vinning.  Miðarnir voru keyptir í í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og 3 í Þýskalandi.

Tíu voru með þriðja vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 9,7 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Póllandi, 2 í Svíþjóð og 5 í Þýskalandi. Einn Íslendingur var meðal þeirra 46 heppnu sem hrepptu 4. vinning í kvöld, fjórar réttar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar, og fær rúmlega 704 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var í áskrift. 

Fjöldi vinninga á Íslandi var 3.606.

Nánari úrslit