Lottóleikir » EuroJackpot - 1. vinningur til Þýskalands

Til baka í listaEuroJackpot - 1. vinningur til Þýskalands
EuroJackpot-fréttir

Miðaeigandi í Hannover í Þýskalandi datt svo sannarlega í lukkupottinn í kvöld þegar hann var einn með allar útdregnar tölur í röð á miðanum sínum, fær hann í sinn hlut hvorki meira né minna en rétt tæpa 5 milljarða. Þrír skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra um 104 milljónir króna, einn miðinn var keyptur á Ítalíu, einn í Þýskalandi og einn í Ungverjalandi.  Þá voru tíu með  3. vinning og fær hver þeirra 11 milljónir króna, sex miðanna voru keyptir í Þýskalandi, þrír í Danmörku og einn á Spáni.  Af þeim 73 sem voru með 4. vinning var einn Íslendingur og koma 502 þúsund í hlut hvers þeirra, sá er með miðann sinn í áskrift.

Jóker:  Enginn var með 1. vinning en þrír miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þar með 100 þúsund.  Einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur í Hraðbúð N1 á Hellissandi og einn var keyptur í appinu.

Nánari úrslit