Lottóleikir » EuroJackpot - 1. vinningur til Póllands

Til baka í listaEuroJackpot - 1. vinningur til Póllands
EuroJackpot-fréttir

Heppinn Pólverji var einn með 1. vinning og fær hann rúman 1,5 milljað í sinn hlut.

Sex miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 44,5 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu og tveir í Þýskalandi. Fimm miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 18,8 milljónir króna. Heppinn Íslendingur var einn af þeim 88 sem skiptu með sér 4. vinning og hlýtur hann rúmar 357 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Hagkaup, Furuvöllum 17 á Akureyri.

Einn heppinn áskrifandi var svo með allar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Þá voru fjórir með 4 réttar tölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Einn miði var keyptur í Lottó appinu, einn miði var í áskrift og tveir miðar voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.008.

Nánari úrslit